Íslenzk-rússnesk orðabók (1962)
eftir Valeríj P. Bérkov Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Verkefnið

Íslenzk-rússnesk orðabók er samin af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar. Bókin kom út árið 1962 og er fyrir löngu uppseld. Vefútgáfa bókarinnar sem hér er birt er unnin í samstarfi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vinnan við að koma verkinu í gagnagrunnsform hófst sumarið 2016 eftir að styrkur til þess fékkst frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Orðabókin hefur að geyma um 35 þúsund uppflettiorð á íslensku. Hún er vitaskuld barn síns tíma og ber orðaforðinn þess nokkur merki. Þrátt fyrir það er von aðstandenda þessarar vefútgáfu að hún geti komið að góðum notum þeim sem fást við íslensku í tengslum við rússnesku, og öfugt. Þess má geta að til er vönduð orðabók sem snýr í hina áttina, þ.e. Rússnesk-íslensk orðabók (1996) eftir Helga Haraldsson. Sú bók er enn sem komið er aðeins til á prenti.

Eftirtaldir hafa komið að verkinu:

  • Rebekka Þráinsdóttir, aðjúnkt hjá Háskóla Íslands
  • Þórdís Úlfarsdóttir, ritstjóri verksins, orðabókarritstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar
  • Natalia Viktorovna Kovachkina, starfsmaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur sumarið 2016
  • Ragnar Hafstað, tæknivinna og vefgerð
Þakkir fá Árni Þór Sigurðsson, Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä, Halldóra Jónsdóttir, Helgi Haraldsson og Jónas Tryggvason fyrir áhuga og hvatningu.
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík